Fjölskyldu-meðferð

Þegar öll fjölskyldan kemur í meðferð er markmiðið að skapa jafnvægi innan fjölskyldukerfisins fyrir alla einstaklingana innan þess. Reynt er að skoða ógagnleg ferli og hegðunarmynstur til að hámarka vellíðan hvers og eins.

Í tilfinninga- og tengslameðferð Emotionally Focused Couples and Family Therapy (EFT) er unnið út frá þeirri forsendu að tilfinningtengsl í nánum samböndum endurspegli hvernig þarfir einstaklingsins voru uppfylltar í frumbersku. Reynt er að bera kennsl á hvers eðlis þessi tengsl eru og unnið að því að skapa öryggi í sambandi parsins. Í megin dráttum byggist fjölskyldufræði á svo kölluðum kerfakenningum (systemic approach). Þá er litið á einstaklinginn sem hluta af fjölskyldukerfi og áhersla í meðferðinni er að skapa jafnvægi innan fjölskyldunnar.