Guðrún Jónsdóttir býður upp á fjölskyldumeðferð á stofunni Sálfræðingarnir, Engjateig 9. Hún er með menntun í sálfræði og lýðheilsvísindum og diplóma í hugrænni atferlismeðferð og er að ljúka námi í fjölskyldufræði.
Guðrún hefur starfað hjá SÁÁ, meðferðarheimilinu Stuðlum, við kennslu, rannsóknir og ráðgjöf við foreldra.
Aðal meðferðaráherslur Guðrúnar eru á fjölskyldur og tengsl, para- og foreldraráðgjöf, samskipti í fjölskyldum og ráðgjöf fyrir fjölskyldur fíkla og alkhólista.
Tengslamiðuð meðferðarnálgun Emotionally Focused Therapy (EFT) Dialektísk meðferðarnálgun Dialectic Behavioural Therapy (DAM) Hugræn atferlismeðferð (HAM)
Tímapantanir: https://noona.is/fjolskylduradgjof

